Dreifing raforku er sérleyfisþáttur þannig að einn aðili sér um dreifingu á hverjum stað. Notendur geta ekki valið sér dreifiaðila. Hlutverk dreifiveitna er að annast dreifingu raforku og kerfisstjórnun á dreifiveitusvæði sínu.
Neytendur geta hinsvegar valið á milli raforkusala til að kaupa raforku óháð búsetu.
Neytendur verða að taka upplýsta ákvörðun um hvar þeir vilja vera í viðskiptum um kaup á raforku og gera samning við valið sölufyrirtæki.
Hér neðar má sjá samanburð á raforkuverði hjá raforkusölum bæði fyrir almennt rafmagn og fyrir rafhitun. Á vef Orkustofnunar er svo að finna lista með tenglum á alla raforkusala á íslenskum markaði:
Verðin eru birt án fastagjalds og sérstakra afsláttakjara sem geta verið mismunandi á milli orkufyrirtækja
Hlutverk Orkuseturs Orkustofnunnar er að stuðla að aukinni vitund almennings og fyrirtækja um skilvirka orkunotkun og möguleika til orkusparnaðar.
Verkefni Orkuseturs eru einnig á sviði nýrra orkugjafa og gerð fræðsluefnis.
Copyright © 2023 Orkusetur.is