Þvottur og þurrkun taka til sín um 20% raforkunnar á meðalheimili. Með eftirfarandi leiðum má draga verulega úr orkunotkun við þvott:
Ný þvottvél notar talsvert minna rafmagn en eldri gerðir. Mikilvægt er að velja vélar flokki A, A+ eða A++ til að ná hámarks skilvirkni við þvott.
Þurrkun með þurrkara er afar orkukrefjandi. Mikilvægt er að þeytivinda vandlega og vinda tauið vel áður en sett er í þurrkara. Of mikið tau og of lítið tau í þurrkara veldur meiri rafmagnsnotkun. Mikilvægt er að fylgja leiðbeiningum um hvað hagkvæmt sé að þurrka mikið í einu. Varast ber að ofþurrka föt. Mikilvægt er að hreinsa lósíuna eftir hverja notkun því annars getur þurrktíminn lengst verulega og þar með orkunotkun.
Copyright © 2023 Orkusetur.is