Orkusetur logo

Geymsla matvæla

Þvottur og þurrkun

Þvottur og þurrkun taka til sín um 20% raforkunnar á meðalheimili. Með eftirfarandi leiðum má draga verulega úr orkunotkun við þvott:

  1. Fylla ávallt vélina af taui. Hálftóm vél eyðir álíka miklu rafmagni og full.
  2. Forþvottur er ekki nauðsynlegur nema í einstaka tilvikum. Ef forþvotti er sleppt sparast 20% af rafmagnsnotkuninni.
  3. Því lægri vatnshiti sem þvegið er við, því minni rafmagnsnotkun. Oft dugar að þvo við 40°C gráður í stað 60°C. Merkingar á fötum sýna hámarkshita sem fötin þola en eru ekki leiðbeiningar um hvaða hita skal nota við þvott.

Ný þvottvél notar talsvert minna rafmagn en eldri gerðir. Mikilvægt er að velja vélar flokki A, A+ eða A++ til að ná hámarks skilvirkni við þvott.

Þurrkun með þurrkara er afar orkukrefjandi. Mikilvægt er að þeytivinda vandlega og vinda tauið vel áður en sett er í þurrkara. Of mikið tau og of lítið tau í þurrkara veldur meiri rafmagnsnotkun. Mikilvægt er að fylgja leiðbeiningum um hvað hagkvæmt sé að þurrka mikið í einu. Varast ber að ofþurrka föt. Mikilvægt er að hreinsa lósíuna eftir hverja notkun því annars getur þurrktíminn lengst verulega og þar með orkunotkun.

Ef þvottur er hengdur til þerris á snúrur er engri orku sóað.