Reiknivélar

Reiknivélar

Bílaeinkunn

Með þessari reiknivél getur þú slegið inn skráningarnúmer bíls og séð hvaða einkunn hann fær. Bílaeinkun er metin út frá CO2 útblæstri í g/km og eyðslugildi ltr/100 kr. Einkunnargjöfin er gefin í bókstöfum frá A til G.

Smelltu á eftirfarandi slóð til að nálgast reiknivélina:

Hvað kostar ferðin?

Með þessari reiknivél er hægt að reikna út eldsneytis- og umhverfiskostnað við innanbæjar- og utanbæjarakstur. Fyrir innanbæjarakstur er fjöldi kílómetra valinn en fyrir utanbæjarakstur er brottfara- og áfangastaður valinn af lista.

Smelltu á eftirfarandi slóð til að nálgast reiknivélina:

Rafbílareiknir

Reiknivélin ber saman kostnað rafbíla við hefðbundnar bifreiðar. Rafbílar eru mun orkunýtnari en bílar sem ganga fyrir olíu auk þess sem verð á rafmagni er ólíkt. Reynt er með ýmsu móti að gera rafbíla álitlegri gagnvart neytendum með ýmsum ívilnunum. Reiknivélin aðstoðar neytendur að bera saman kostnað og meta þannig vænleika rafbíla í samanburði við aðrar bifreiðar.

Smelltu á eftirfarandi slóð til að nálgast reiknivélina:

Drægnireiknir

Í drægnireikninum getur þú skipulagt ferðalagið og séð hversu langt rafbílinn þinn dregur á hleðslunni. Þú setur inn hvar þú ert og hvert þú villt fara. Hægt er að draga stikuna til og frá og stækka þannig svæðið sem birtist á landakortinu. Einnig er möguleiki að velja svæðið þannig að horft er til þess að þú komist Fram og til baka á hleðslunni. Þá er líka hægt að velja hnappinn Hraðhleðslustöðvar til að sjá hvar á leiðinni þær er að finna. Hægt er að vista Drægnireikninn sem vefapp.

Smelltu á eftirfarandi slóð til að skoða Drægnireikninn:

 

Hjóla- og göngureiknir

Með þessari reiknivél er hægt að sjá hversu mikið er hægt að spara af eldsneyti og útblæstri ef bifreiðin er skilin eftir heima. Reiknivélin virkar þannig að fyrst er valið eldsneytisverð og síðan vegalengd ferðar. Hægt er að setja inn fjölda ferða ef menn vilja taka saman endurteknar ferðir. Einnig má sjá áætlaðan kaloríubruna ferðarinnar enda er verið að brenna líkamsfitu í stað hefðbundins eldsneytis.

Smelltu á eftirfarandi slóð til að nálgast reiknivélina:

Hjólasparnaður

Með þessari reiknivél er hægt að finna út hversu marga km. þarf að hjóla til að ná inn innkaupakostnaði reiðhjólsins. Notandi setur inn skráningarnúmer þeirrar bifreiðar sem skilin verður eftir þegar hjólið er brúkað. Verð á hjólinu er sett inn og niðurstaðan sýnir hversu marga kílómetra þarf að hjóla frekar en að keyra til að ná inn kostnaði við reiðhjólakaupin.

Smelltu á eftirfarandi slóð til að nálgast reiknivélina:

Langt á lítranum

Með þessari reiknivél má sjá hvað einn líter af eldsneyti kemur bílnum þínum langa vegalengd. Því orkunýtnari sem bifreið er því lengra kemst hún. Skráningarnúmer bifreiðar er einfaldlega slegið inn og síðan er hægt að sjá vegalengdina miðað við eyðslugildi fyrir innanbæjar, utanbæjar, eða blandaðan akstur. Neðst má sjá hversu vel bifreiðin kemur út miðað við það versta og það besta á markaðnum í dag.

Smelltu á eftirfarandi slóð til að nálgast reiknivélina:

Kolefnisbókhald

Með þessari reiknivél má sjá hvað mikið af íslenskum skógi þarf til að binda það magn koltvísýrings sem bifreið blæs út á ári. Valinn er bifreiðategund og akstur á ári og niðurstaðan sýnir ársútblástur og nauðsynlega ársbindingu í skógi til að jafna út umhverfisáhrifin.

Smelltu á eftirfarandi slóð til að nálgast reiknivélina:

Raforkuverð

Með þessari reiknivél getur þú skoðað samanburð á raforkuverði til heimila. Raforkureikningar eru tvískiptir. Dreifing raforku er sérleyfisþáttur og notendur verða að vera í viðskiptum við dreifiaðilann í þeirra sveitarfélagi. Sala á raforku er hins vegar á samkeppnismarkaði og öllum er frjálst að skipta um orkusöluaðila með einföldum hætti.

Smelltu á eftirfarandi slóð til að nálgast reiknivélina:

Perureiknir

Reiknivélin ber saman orkuverð á kWst milli Halogen og LED ljósapera. Niðurstöðurnar sína rekstrarsparnað í KWst og krónum.

Smelltu á eftirfarandi slóð til að nálgast reiknivélina:

Ljóstímakostnaður

Reiknivélin sýnir samanburð á ljóstímakostnaði á milli Glópera, Halogen og LED ljósapera.

Smelltu á eftirfarandi slóð til að nálgast reiknivélina:

Orkueinkunn

Með þessari reiknivél er hægt að setja inn forsendur eins og fermetrafjölda og tegund húsnæðis ásamt orkunotkun og fá út orkueinkunn húsnæðis. Orkunýtni húsnæðisins er gefin í kWst/m2 og er einkuninn gefin í lit og bókstaf frá A til G.

Smelltu á eftirfarandi slóð til að nálgast reiknivélina:

Varmadælureiknivél

Með þessari reiknivél er hægt að meta fýsileika framkvæmda við að setja upp varmadælu. Skráðar eru inn forsendur og hakað við hvort eignin fái eingreiðslu vegna umhverfisvænnar orkuöflunar frá Orkustofnun. Niðurstöðurnar sýna orkusparnarð á ári, hagnað á líftíma búnaðar og meðal ársávöxtun fjárfestingar.

 

Smelltu á eftirfarandi slóð til að nálgast reiknivélina:

Gler

Með þessari reiknivél byrjar þú á að velja veðurstöð næst þér. Næst slæð þú inn þær forsendur sem eru nauðsynlegar í útreikningana. Niðurstöðurnar gefa þér upplýsingar um þann orkusparnað sem hlíst af því að skipta um gler í húsinu og hver lækkun á orkukostnaði verður.

 

Smelltu á eftirfarandi slóð til að nálgast reiknivélina:

Þakull

Með þessari reiknivél byrjar þú á að velja veðurstöð næst þér. Næst slæð þú inn þær forsendur sem eru nauðsynlegar í útreikningana. Niðurstöðurnar gefa þér upplýsingar um þann orkusparnað sem hlíst af því að bæta við þakull í húsinu og hver lækkun á orkukostnaði verður.

Smelltu á eftirfarandi slóð til að nálgast reiknivélina:

Klæðning

Með þessari reiknivél byrjar þú á að velja veðurstöð næst þér. Næst slæð þú inn þær forsendur sem eru nauðsynlegar í útreikningana. Niðurstöðurnar gefa þér upplýsingar um þann orkusparnað sem hlíst af því að setja nýja klæðningu á húsið og hver lækkun á orkukostnaði verður.

Smelltu á eftirfarandi slóð til að nálgast reiknivélina: