Orkusetur hefur um nokkurt skeið fylgst með afar fróðlegu verkefni sem kallast "Project Better Place". Verkefnið snýst um að flýta rafbílavæðingu til muna með nýrri nálgun í fjármögnun og rekstri rafhlaða. Renault og Nissan hafa nú samþykkt að skaffa bifreiðir sem verða hreinar rafmagnsbifreiðir með drægni upp á 200 km. og svipaða aksturseiginleika og hefbundin bensíbifreið með 1,6 lítra vél. Það sem er nýtt í þessum bifreiðum verður hægt verður að skipta um rafhlöðu á sérstökum skiptistöðvum ef nauðsynlegt reynist að keyra meira en 200 km. á milli hleðslna. Auk þess munu verða reistar 500 þúsund hleðslustöðvar við bílastæði.
Viðskiptalíkanið sem Project Better Place snýst um gengur út á það að menn geri samning við fyrirtækið og borgi fast gjald á mánuði en fái aðgang að rafmagni og skiptistöðvum. Project Better Place mun því eiga og reka rafhlöðurnar en gera samninga við notendur með sam hætti og víða er gert með farsíma þ.e. síminn sjálfur er nánast gefinn en notandi borgar fast gjald samkvæmt samningi. Verkefnið mun hefjast í Ísrael 2011 en fleiri lönd og borgir muna síðan taka þátt. Það er mikilvægt að fylgjast vel með þessu verkefni því að á Íslandi eru toppaðstæður fyrir rafbílavæðingu enda allt rafmagn frá endurnýjanlegum orkugjöfum og vegalengdir stuttar hjá 3/4 þjóðarinnar.