REVA nú með liþíumrafhlöður

Eini rafbíllinn í almennri sölu á Íslandi er REVA sem hingað til hafa einungis fengist með blýsýrugeymum. Nú hefur framleiðandi REVA tilkynnt að í ár verði bifreiðar með liþíum rafhlöður í boði.  Þetta eru stórgóðar fréttir þar sem nýju rafhlöðurnar auka drægið í yfir 100 km sem og stytta fullan hleðslutíma niður í 6 klukkustundir.  Þetta þýðir í raun að REVA eigendur þurfa litlar áhyggjur að hafa af hleðslu þar sem rannsóknir sýna að 97 prósent ferða eru undir 80 km. Þetta þýðir einnig kuldaþolnari rafhlöður sem hafa miklu lengri líftíma. Að auki eru REVA framleiðendur að boða hraðhleðslu sem gefur 90% hleðslu á innan við klukkustund.  Rúsínan í pylsuendanum er svo sú að eigendur eldri REVA bíla geta skipt yfir í líþíum rafhlöður þegar blýsyrugeymarnir þreytast.