Rífandi gangur í fyrsta tengiltvinnbílnum

Nú hefur fyrsti tengiltvinnbíll á Íslandi rúllað um götur landsins í nokkrar vikur.  Reynslan er góð og hrein íslensk raforka fær loksins að njóta sín í samgöngum hér á landi. Tengiltvinnbifreiðin sigraði í sínum flokki í "Kappakstrinum mikla" Verkfræðideildar Háskóla Íslands. sjá hér.  Tilvist tengiltvinnbílsins er stór áfangi í íslenskri samgöngusögu og er það von að slíkir bílar verði allsráðandi á götum framtíðarinnar. Hér er líklega fyrsti bíllinn í fullri stærð sem hefur útblástursgildi CO2 vel undir 100g/km.

Hægt verður að fylgjast með rekstri bílsins á heimasíðu Orkuseturs.