KortEr er tæknilausn utan um alþjóðlega hugmyndafræði sem snýst um að allir íbúar geti fullnægt flestum þörfum sínum í stuttri göngu- eða hjólaferð frá heimili sínu. Verkefnið samanstendur af vefsíðu, appi og prentuðu korti. Á vefsíðunni korter.vistorka.is má finna hnappa til að sækja appið fyrir bæði android- og iphone-síma.
Gangandi: Þegar gangandi er valið birtist það svæði sem er innan 15 mínútna göngufæris viðkomandi.
Hjólandi: Þegar hjólið er valið birtist það svæði sem er innan 15 mínútna hjólafæris viðkomandi.
Strætó og þjónusta: Þegar hakað er við strætó eða þjónustu birtast á kortinu þær strætóleiðir og sú þjónusta sem er á viðkomandi stað.
Stika: Hægt er að draga stikuna til frá 0–30 mínútna og um leið breytist það svæði sem sýnt er á kortinu.
Hlutverk Orkuseturs Orkustofnunnar er að stuðla að aukinni vitund almennings og fyrirtækja um skilvirka orkunotkun og möguleika til orkusparnaðar.
Verkefni Orkuseturs eru einnig á sviði nýrra orkugjafa og gerð fræðsluefnis.
Copyright © 2023 Orkusetur.is