Metan hefur verið notað hér á landi undanfarin ár sem eldsneyti á fjölmargar bifreiðar og fara vinsældir þess sem eldsneytis ört vaxandi.
Bílar sem keyra á metani og bensíni, svokallaðir fjölorkubílar, eru nú þegar á markaði. Margir bílaframleiðendur bjóða upp á eina eða fleiri gerðir metanbíla. Einnig bjóða hérlendir aðilar upp á breytingar á bílum gerðum fyrir jarðefnaeldsneyti. Metani er nú safnað á Álfsnesi og Akureyri og unnið úr því hágæða eldsneyti. Þetta er umhverfisvænn kostur sem vert er að skoða enda er metanbifreiðin bæði ódýrari í innkaupum og rekstri og í raun án vandkvæða þar sem metanbifreiðar eru tvíorkubílar og geta ekið á bensíni ef langt er í næstu metanstöð
Á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri er sem sagt til vistvænn alíslenskur kostur í stað hins hefðbundna ökutækjaeldsneytis sem ekki tekur verðbreytingum í samræmi við duttlunga á heimsmarkaði. Auk þess er hér um að ræða ódýrasta eldsneytið á markaðnum í dag!