Rafbílar eru mjög áhugaverður kostur. Orkunýtni rafbíla er frábær og slær öllum öðrum lausnum við og hröð þróun í framleiðslu rafhlaða hefur skilað ódýrari, léttari og orkumeiri rafhlöðum. Verðið fer því lækkandi og drægnin eykst.

Rafbílum má skipta í tvennt þ.e. hreinir rafbílar sem geta einungis keyrt á rafhlöðunni og tvíorkubílar sem keyra 15-80 km á rafmagni en geta skipt yfir í olíu fyrir lengri ferðir.

Hér á síðunni má finna reiknivél sem ber saman rekstrarkostnað rafbíla við hefðbundna bíla, gagnvirkan lista með rafbíla sem í boði eru, drægnireikna og hraðhleðslukort.

 

Rafbílar í boði
Rafbílareiknir
Drægnireiknir
Tölfræði