Með þessari reiknivél er hægt að bera saman rekstrar- og umhverfiskostnað bifreiða við mismunandi forsendur. Mjög fróðlegt er að bera saman; minni og stærri bifreiðar, bensín-, dísel- og tvinnbíla, sjálfskiptar og beinskiptar bifreiðar o.s.frv. Hægt er að velja mismunandi akstur á ári og reikna fyrir eitt eða fleiri ár í senn. Forsendur miða við blandaðan akstur samkvæmt evrópskum gerðarviðurkenningum.
Smelltu á eftirfarandi slóð til að nálgast reiknivélina:
Með þessari reiknivél er hægt að reikna út eldsneytis- og umhverfiskostnað við innanbæjar- og utanbæjarakstur. Fyrir innanbæjarakstur er fjöldi kílómetra valinn en fyrir utanbæjarakstur er brottfara- og áfangastaður valinn af lista.
Smelltu á eftirfarandi slóð til að nálgast reiknivélina:
Með þessari reiknivél er hægt að sjá hversu mikið er hægt að spara af eldsneyti og útblæstri ef bifreiðin er skilin eftir heima. Reiknivélin virkar þannig að fyrst er valið eldsneytisverð og síðan vegalengd ferðar. Hægt er að setja inn fjölda ferða ef menn vilja taka saman endurteknar ferðir. Einnig má sjá áætlaðan kaloríubruna ferðarinnar enda er verið að brenna líkamsfitu í stað hefðbundins eldsneytis.
Smelltu á eftirfarandi slóð til að nálgast reiknivélina:
Með þessari reiknivél má sjá hvað einn líter af eldsneyti kemur bílnum þínum langa vegalengd. Því orkunýtnari sem bifreið er því lengra kemst hún. Skráningarnúmer bifreiðar er einfaldlega slegið inn og síðan er hægt að sjá vegalengdina miðað við eyðslugildi fyrir innanbæjar, utanbæjar, eða blandaðan akstur. Neðst má sjá hversu vel bifreiðin kemur út miðað við það versta og það besta á markaðnum í dag.
Smelltu á eftirfarandi slóð til að nálgast reiknivélina:
Með þessari reiknivél má sjá hvað mikið af íslenskum skógi þarf til að binda það magn koltvísýrings sem bifreið blæs út á ári. Valinn er bifreiðategund og akstur á ári og niðurstaðan sýnir ársútblástur og nauðsynlega ársbindingu í skógi til að jafna út umhverfisáhrifin.
Smelltu á eftirfarandi slóð til að nálgast reiknivélina:
Með þessari reiknivél er hægt að finna út hversu marga km. þarf að hjóla til að ná inn innkaupakostnaði reiðhjólsins. Notandi setur inn skráningarnúmer þeirrar bifreiðar sem skilin verður eftir þegar hjólið er brúkað. Verð á hjólinu er sett inn og niðurstaðan sýnir hversu marga kílómetra þarf að hjóla frekar en að keyra til að ná inn kostnaði við reiðhjólakaupin.
Smelltu á eftirfarandi slóð til að nálgast reiknivélina:
Með þessari reiknivél má auðveldlega finna eyðslulitla bíla í hverjum stærðarflokki. Valið er hámarkseyðslugildi (t.d. 5 l/100km) og stærðarflokks (t.d. smábíl) og þá kemur listi af bílum sem hafa lægra eyðslugildi en valið var. Hægt er að smella á stakar bifreiðar úr litanum til að fá frekari upplýsingar.
Smelltu á eftirfarandi slóð til að nálgast reiknivélina:
Reiknivélin ber saman kostnað rafbíla við hefðbundnar bifreiðar. Rafbílar eru mun orkunýtnari en bílar sem ganga fyrir olíu auk þess sem verð á rafmagni er ólíkt. Reynt er með ýmsu móti að gera rafbíla álitlegri gagnvart neytendum með ýmsum ívilnunum. Reiknivélin aðstoðar neytendur að bera saman kostnað og meta þannig vænleika rafbíla í samanburði við aðrar bifreiðar.
Smelltu á eftirfarandi slóð til að nálgast reiknivélina:
Reiknivélin ber saman rekstrarkostnað metanbíla við hefðbundnar bifreiðar. Metanbílar ganga fyrir innelndu og umhverfisvænu eldnseyti sem er ódýrara í innkaupum en olía. Reiknivélin aðstoðar neytendur að bera saman kostnað og meta þannig vænleika metanbíla í samanburði við aðrar bifreiðar.
Smelltu á eftirfarandi slóð til að nálgast reiknivélina:
Copyright © 2023 Orkusetur.is