Samgöngu- og ökutækjastefna Orkuseturs

Meðal hlutverka Orkuseturs er að finna og kynna leiðir til að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis í samgöngum. Orkusetur setur sér því eigin stefnu varðandi kaup, leigu og notkun bifreiða.

Þessari stefnu mun Orkusetur fylgja með eftirfarandi að leiðarljósi:

  • Draga úr notkun jarðefnaeldsneytis.
  • Auka hlut eldsneytis frá endurnýjanlegum orkugjöfum.

Að ofangreindum markmiðum vill Orkusetur vinna m.a. með eftirfarandi leiðum:

  • Bifreiðar keyptar á vegum Orkuseturs skulu knúnar vistvænum orkugjöfum þar sem orkunýtni verður höfð til viðmiðunar í vali á bifreið.
  • Ef ofangreind ökutæki henta illa eða fást ekki á viðunandi kjörum skal leitast við að velja bifreiðar með lægstu eyðslugildi sem völ er á hverju sinni.
  • Þegar leigðar eru bifreiðar, bílaleigu- eða leigubifreiðar, skal ávallt leitað þjónustu fyrirtækja sem bjóða upp á bifreiðar knúnar vistvænum orkugjöfum og/eða visthæfum bifreiðum með útblástursgildi undir 120 CO2g/km. Ávallt skal óskað eftir slíkum bifreiðum nema sérstakar aðstæður kalli á stærri bifreiðar.
  • Ef nauðsynlegt reynist að nýta stærri bifreiðar vegna sértakra aðstæðna skal leitast við að velja orkunýtnasta ökutækið í hverjum stærðarflokki.
  • Starfsfólki Orkuseturs verður boðið upp á námskeið í vistakstri sem dregur úr eyðslu og umhverfisáhrifum og eykur jafnramt öryggi við akstur.
  • Starfsfólk Orkuseturs skal nýta almenningssamgöngur á vinnutíma þegar það á við og leitast við að ganga styttri vegalengdir nema sérstakar aðstæður kalli á annað.
  • Leitast verður við að draga úr ónauðsynlegum ferðum með hjálp upplýsingatækni og aukinni samnýtingu ferða.