Samnorræn námsstefna verður haldin í Orkugarði dagana 3-4 desember n.k. um orkunýtni í samgöngum og fiskveiðum á Norrænum dreifbýlissvæðum.
Dagskrá verður fjölbreytt og hnitmiðuð, en markmið námsstefnunnar eru að svara eftirfarandi spurningum:
- Er það óhjákvæmilegt fyrir Norræn dreifbýli að vera háð jarðefnaeldsneyti í samgöngum og fiskveiðum?
- Hver er staðan á tækniframförum á sviði orkunýtni?
- Hver er ávinningur þess að bæta orkunýtni samgangna og fiskveiðiflotans?
- Hvernig geta stjórnmál haft áhrif á jákvæða umbreytingu í orkunýtni á landi og til sjávar?
Umræða verður um alla fyrirlestra sem fluttir verða á námstefnunni. Vonin er að námsstefnan leiði í ljós gagnlegar upplýsingar sem komi til með að nýtast við gerð einsskonar "hvít-bókar" fyrir samnorræna orkustefnu.
Allir velkomnir!
Þeir sem hafa áhuga á þátttöku komið skráningu á framfæri með því að senda tölvupóst á inga.d.gudmundsdottir@os.is .