Segl á togveiðiskip?

FRANSKIR útgerðarmenn leita leiða til að draga úr tilkostnaði við fiskveiðar. Tilraunir undir forystu prófessors við nytjastofnunina í Rennes (INSA) á Bretaníuskaga gætu átt eftir að valda straumhvörfumí þeim efnum. Hann hyggst sýna fram á að lækka megi olíureikning togskipa og ferja um 20% með því að nota segl í samspili við vélar skipanna og ríkjandi vinda.

Að undangengnum breytingum svo búa megi skipið seglum, allt að 100 fermetrum flatarmáli, hefur togskipið Steven-Bastien frá Cherbourgí sumar veiðar út frá St. Malo. Kostnaður við mastur og seglabúnað nemur 25–30 þúsund evrum, á bilinu 22–27 milljónir króna, en áætlað er að hann borgist upp á tveimur árum vegna olíusparnaðar.Tölva mun alveg sjá um að hífa upp, strekkja og stilla stórsegl og fokku og er því nokkurs konar rafrænn seglamaður. Mæðir það verk því ekki á áhöfnum viðkomandi skipa, enda segir höfundur sjálfvirka seglabúnaðarins að togarasjómenn kunni hvort eð er yfirleitt ekki á notkun segla og því sé sjálfvirknin skilvirkari.

heimild: Morgunblaðið