Spörum heita vatnið!

Báðar sundlaugarnar í Árborg eru lokaðar en ekki hefur enn þurft að skammta vatn til atvinnulífsins eða almennings. Aldrei áður hefur jafn mikið hitaveituvatn verið notað á höfuðborgarsvæðinu og í morgun, en það jafnast á við streymi Elliðaánna.

Um er að ræða Sundhöll Selfoss og sundlaugina á Stokkseyri og verða þær lokaðar um óákveðinn tíma. Þá er búið að taka vatn af upphituðum sparkvöllum og hitaða grasvellinum.

Að sögn Guðmundar Þorsteinssonar hjá Selfossveitum anna borholurnar í landi Laugadæla og Ósabotna ekki þörfinni þegar kuldinn verður svona mikill. Nýbúið er að bora nýja holu við Ósabotna en hún verður ekki fullvirkjuð fyrr en næsta vetur.

Mjög hröð uppbygging hefur verið á árborgarsvæðinu síðustu misseri og eru nú svo komið að veituframkvæmdir hafa ekki lengur við stækkuninni.

heimild: visir.is