Stærsta vindmylla heims reist í Þýskalandi.

Stærsta vindmylla heims hefur verið reist í Emden í Þýskalandi. Myllan er gríðarstór og er áætlað að húni muni framleiða allt að 20 GWh sem ætti að duga 5000 heimilum. Myllan ber heitið E-126 og er framleidd af fyrirtækinu Enercon. Uppsett afl vindmyllunar er metið á 7 MW. Vindmyllan er engin smásmíði með turn upp á 135 metra og þvermál snúðs upp á 127 metra.

Á Íslandi eru afar mikið af hentugum stöðum fyrir vindorku bæði á sjó og landi. Það er þó ólíklegt að svona risamyllur sjáist á Íslandi í nánustu framtíð enda er hér á landi gnægð endurnýjanlegrar orku, í formi vatnsafsl og jarðvarma sem er afar samkeppnishæf í verði í samanburði við hvaða orkugjafa sem er.