Styrkir til bættrar einangrunar – Átaksverkefni 2009

Iðnaðarráðuneytið í samvinnu við Orkustofnun/Orkusetur hefur ákveðið að styrkja húseigendur sem ráðast vilja í endurbætur á einangrun húsnæðis í þeim tilgangi að draga úr orkunotkun og þar með kostnaði við upphitun þess. Að auki býður Íbúðarlánasjóður upp á lán til endurbóta sem nýst geta við fjármögnun verkefna.

Auglýst er eftir umsóknum um styrki til:
• Endurglerjunar húsnæðis – skipta í betur einangrandi gler
• Einangrunar húsnæðis að utan og/eða klæðningar 
• Annarra verkefna í sama tilgangi

Húseigendum er sérstaklega bent á reiknivélar þar sem hægt er að meta orkusparnað og kostnað við endurglerjun og klæðningu reiknivélarnar má nálgast hér:

Gluggaskipti

Klæðning

 
Um styrk getur sótt hver sá eigandi húsnæðis sem fær húshitunarkostnað sinn niðurgreiddan úr ríkissjóði. 

 
Við mat á umsóknum verður horft til orkunotkunar húsnæðis.  Forgang hafa verkefni til endurbóta þar sem orkunotkun hefur reynst verulega mikil í samanburði við viðmiðunargildi fyrir sambærilegt húsnæði.
Upphæð styrks til einstakra verkefna getur numið allt að kr. 600.000 en þó aldrei hærri upphæð en 50% af raunkostnaði verkefnis.

Umsóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu Orkuseturs www.orkusetur.is og heimasíðu Orkustofnunar, www.os.is.  Nánari upplýsingar fást í síma 569 6085. Einnig er hægt að hafa samband við Orkusetur á netfanginu sif@os.is   

Umsóknarfrestur er til  30 .júní 2009

Hjá Ibúðalánasjóði getur íbúðareigandi sótt um lán til endurbóta þegar framkvæmdum er að fullu lokið. Nánari upplýsingar má finn heimasíðu sjóðsins www.ils.is