Orkusetur mun á árinu 2007 verja hluta þeirra fjármuna sem veitt verður til orkusparandi verkefna til styrkveitinga til húseigenda sem ráðast vilja í endurbætur á einangrun húsnæðis í þeim tilgangi að draga úr orkunotkun og þar með kostnaði við upphitun þess.
Auglýst er eftir umsóknum um styrki til:
• Endurglerjunar húsnæðis – skipta í betur einangrandi gler
• Einangrunar húsnæðis að utan og/eða klæðningar
• Annarra verkefna í sama tilgangi
Húseigendum er sérstaklega bent á nýjar reiknivélar þar sem hægt er að meta orkusparnað og kostnað við endurglerjun og klæðningu reiknivélarnar má nálgast hér:
Um styrk getur sótt hver sá eigandi húsnæðis sem fær húshitunarkostnað sinn niðurgreiddan úr ríkissjóði.
Við mat á umsóknum verður horft til orkunotkunar húsnæðis. Forgang hafa verkefni til endurbóta þar sem orkunotkun hefur reynst verulega mikil í samanburði við viðmiðunargildi fyrir sambærilegt húsnæði.
Upphæð styrks til einstakra verkefna getur numið allt að kr. 500.000 en þó aldrei hærri upphæð en 50% af raunkostnaði verkefnis.
Umsóknareyðublöð má nálgast hér: umsókn
Nánari upplýsingar fást í síma 569 6085. Einnig er hægt að hafa samband við Orkusetur á netfanginu sif@os.is
Umsóknarfrestur er til 20. apríl 2007