Styrkir til endurbóta

Styrkir til endurbóta

Styrkir til bættrar einangrunar – Átaksverkefni 2016

Í tengslum við byggðaþróunarverkefni í Breiðdalshreppi hefur Atvinnuvega- og Nýsköpunarráðuneytið í samvinnu við Orkusetur ákveðið að styrkja húseigendur sem ráðast vilja í endurbætur á einangrun húsnæðis á Breiðdalsvík. Verkefnið er í samvinnu við Byggðastofnun.

Aðgerðir sem falla undir verkefnið eru:
– Glerskipti þar sem gömlu gleri er skipt út fyrir betur einangrandi gler. Skilyrði er að nýja glerið hafi U gildi undir 1,7
– Einangrun á þakplötu eða milli sperra í þaki. Styrkt verða efniskaup á steinull og skilyrði er að koma megi fyrir að lágmarki 200 mm.
– Klæðning, þar sem húsnæði er klætt að utan. Skilyrði er að viðunandi einangrun sé undir klæðningu.

Um styrk getur sótt hver sá eigandi húsnæðis sem fær húshitunarkostnað sinn niðurgreiddan úr ríkissjóði. Við mat á umsóknum verður horft til orkunotkunar húsnæðis og núverandi ástands einangrunar. Forgang hafa verkefni þar sem orkunotkun er mikil í samanburði við viðmiðunargildi.

Upphæð styrks miðast við 50% af efniskostnaði að hámarki 500.000 kr.
Nánari upplýsingar fást í síma 569 6085. Einnig er hægt að hafa samband við Orkusetur á netfanginu sif@os.is

Umsóknarfrestur er til 20.05.2016

Umsóknareyðublöð má nálgast hér: Umsókn