Iðnaðarráðuneytið í samvinnu við Orkustofnun/Orkusetur hefur ákveðið að styrkja húseigendur sem ráðast vilja í endurbætur á einangrun húsnæðis í þeim tilgangi að draga úr orkunotkun og þar með kostnaði við upphitun þess.
Auglýst er eftir umsóknum um styrki til:
• Endurglerjunar húsnæðis – skipta í betur einangrandi gler
Húseigendum er sérstaklega bent á reiknivél þar sem hægt er að meta orkusparnað og kostnað við endurglerjun
Um styrk getur sótt hver sá eigandi húsnæðis sem fær húshitunarkostnað sinn niðurgreiddan úr ríkissjóði.
Við mat á umsóknum verður horft til aldurs og orkunotkunar húsnæðis.
Upphæð styrks til einstakra verkefna getur numið allt að kr. 300.000 en þó aldrei hærri upphæð en 50% glerkostnaðar.
Til að verkefni teljist styrkhæft verður nýja glerið að hafa einangrunargildi (U-gildi) undir 1,7
Umsóknareyðublöð má nálgast hér: umsókn
Upplýsingar fást í síma 569 6085. Einnig er hægt að hafa samband við Orkusetur á netfanginu sif@os.is
Umsóknarfrestur er til 1.10.2010
Athygli er vakin á endurgreiðslu virðisaukaskatts og skattfrádrætti vegna framkvæmda við íbúðarhúsnæði þegar unnið er að viðhaldi eða endurbótum á húsnæðinu á byggingarstað.
___________________________________________________