Tónlistarmenn draga úr óþarfa orkunotkun

Umhverfismál verða rokktónlistarmönnum æ hugleiknari í kjölfar heimsendafrétta af gróðurhúsaáhrifum og hlýnun jarðar. Mikil rafmagnsnotkun fylgir tónleikahaldi og tónleikaferðalögum landshorna á milli hefur gríðarlega eldsneytisnotkun í för með sér með tilheyrandi mengun. Af þeim sök um hafa sumar hljómsveitir og listamenn á borð viðThe Dave Matthews Band, Guster og Pearl Jam reynt að leggja sitt af mörkum við að draga úróþarfa orkunotkun og mengun á tónleika ferð um sínum. Tónlistarmennirnir vonast jafnframt til að framtakið veki áhangendur þeirra einnig til vitundar um umhverfismál
Til að ná markmiðum sínum notast tónlistarmennirnir meðal annars við umhverfisvænni orkugjafa en hefðbundið jarðefnaeldsneyti til að knýja flutningabíla áfram. Þá er umhverfisvæn sólarorka í auknum mæli nýtt fyrir hljóðkerfi hljómsveitanna.
Aðrir nota tæki færið þegar þeir eru komnir upp á svið til að hvetja aðdáendur sína til að taka upp um hverfisvænni lifnaðarhætti.

Heimild: Blaðið