Toyota kynnir Eco Drive-vísinn

Tokyo — TOYOTA MOTOR CORPORATION (TMC) tilkynnti í lok september að frá og með byrjun október muni gerðir nýrra sjálfskiptra bíla á japönskum markaði verða búnar Eco Drive-vísi, búnaði sem hvetja á ökumenn til að hugsa vel um umhverfið.

Þessi tækni miðar að því að draga úr koltvísýringsútblæstri með aukinni sparneytni og er hluti af þeirri viðleitni Toyota að berjast gegn hlýnun andrúmsloftsins.

Eco Drive-vísirinn er staðsettur í mælaborðinu og lýsist upp þegar bílnum er beitt á sparneytinn hátt, og er þar tekið tillit til notkunar eldsneytisgjafar, skilvirkni vélar og gírskiptingar og hraða og hröðunarhlutfalls. Von Toyota er að þetta veki ökumenn til vitundar um umhverfisvænt ökulag og stuðli að sparneytni í akstri.
 
  
Þótt niðurstöður geti verið breytilegar, allt eftir umferð og aðstæðum, t.d. því hversu oft ökumenn þurfa að stöðva og taka af stað og auka hraðann, auk ekinnar vegalengdar, getur Eco Drive-vísirinn aukið sparneytni um u.þ.b. 4% (skv. mælingum TMC).

Eco Drive-vísirinn

TMC telur nauðsynlegt að líta á bifreiðar, umferðarumhverfi og fólk sem þrjár undirstöður sem saman mynda eina heild svo hægt sé að ná því markmiði að koma á sjálfbærum samgöngum. Í samræmi við það tekur TMC þátt í að vekja ökumenn til meðvitundar um umhverfismál, auk þess að taka þátt í að þróa og markaðssetja umhverfisvæna tækni og aðgerðir sem miða að því að bæta umferðarumhverfi með notkun félagslegra kerfi sem nýta sér ITS (intelligent transportation systems). Eco Drive-vísirinn er eitt af verkefnum TMC sem vekja á ökumenn til umhugsunar.

 Heimild: www.toyota.is