Toyota Prius slær sölumet í Evrópu

 

Alheimsvelgengni Hybrid-ökutækja Toyota heldur áfram með sölu 50.000. Toyota Prius bílsins í Evrópu.

50.000. Prius-bíllinn var seldur í hollensku Toyota-umboði, Dijksman í Haarlem, til fjölskyldu á staðnum. Holland er mikilvægur markaður fyrir Prius í Evrópu með 10% af heildarsölu.

Þessi áfangi næst um leið og kostir Hybrid-tækninnar, þar sem Toyota er í forystu á heimsvísu, eru viðurkenndir um allan heim. Meira en 550.000 Prius-bílar hafa selst á heimsvísu síðan þeir komu á markað í Japan árið 1997 – og er heildarsala á Hybrid-bílum frá Toyota og Lexus nú komin yfir 600.000.

Heimsframleiðsla á Toyota Prius hefur verið aukin til að mæta eftirspurn og viðbótarframleiðsla hófst í Changchun City í Kína í lok árs 2005 til að anna pöntunum frá þessum ört vaxandi markaði.

Nýjasta útgáfan af Toyota Prius var kynnt í Evrópu í janúar með nýju útliti og auknum þægindum og gæðum í farþegarými. Jafnframt var skerpt á aksturseiginleikunum með endurbótum á undirvagni, fjöðrun og stýrisbúnaði.

Heimild: Toyota.is