Það er flestum ljóst að tvinnbílar munu hafa mikil áhrif á bílamarkaðinn á komandi árum. flestir bílaframleiðendur hafa tilkynnt um væntanlega tvinnbílaframleiðslu og ekki hafa væntingarnar minnkað með háu olíverði og áherslu umhverfisvænni bíla. Íslendingar hafa því miður ennþá aðeins um tvær tvinnbifreiðategundir að velja, annarsvegar hinn margrómaða Prius frá Toyota. og hinsvegar Lexus hybrid.
Eins og sjá má á myndinni hefur salan á Prius aukist verulega á Íslandi og nú eru í umferð 160 Prius bifreiðar. Ef við gefum okkur að Þessir eigendur keyri 20 þús.km. á ári og hafi skipt á hefðbundum fólksbíl fyrir Prius, þá má áætla að heildareldneytissparnaðurinn sé um 120 þús lítrar á ári og 300 tonn af útblæstri gróðurhúsaloftegunda.