Hlutverk Orkuseturs er að stuðla að aukinni vitund almennings og fyrirtækja um skilvirka orkunotkun og möguleika til orkusparnaðar. Verkefni Orkuseturs eru einnig á sviði nýrra orkugjafa og gerð fræðsluefnis. Orkusetrið er óháð og sjálfstæð eining sem vinnur að markmiðum sínum sem einskonar tengiliður milli stjórnvalda, almennings, fyrirtækja og stofnana.
Orkusetrið er stofnað af Orkustofnun í samstarfi við iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið. Verkefnið er styrkt af Evrópusambandinu auk þess sem Samorka kemur að fjármögnun setursins.
Innan orkusviðs Evrópusambandsins (ESB) er að finna sjóð undir heitinu Intelligent Energy – Europe (IEE). Meðal þeirra verkefnaflokka sem IEE er ætlað að styrkja er stofnun svokallaðra orkusetra eða orkuskrifstofa (Energy Agenies) í aðildarlöndunum. Þeim er ætlað að starfa svæðisbundið og hafa þegar verið stofnaðar um 350 slíkar skrifstofur að tilstuðlan IEE víðs vegar um Evrópu.
Meðal hlutverka Orkuseturs er að finna og kynna leiðir til að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis í samgöngum. Orkusetur setur sér því eigin stefnu varðandi kaup, leigu og notkun bifreiða.
Þessari stefnu mun Orkusetur fylgja með eftirfarandi að leiðarljósi:
Að ofangreindum markmiðum vill Orkusetur vinna m.a. með eftirfarandi leiðum:
Hlutverk Orkuseturs Orkustofnunnar er að stuðla að aukinni vitund almennings og fyrirtækja um skilvirka orkunotkun og möguleika til orkusparnaðar.
Verkefni Orkuseturs eru einnig á sviði nýrra orkugjafa og gerð fræðsluefnis.
Copyright © 2023 Orkusetur.is