10 ókeypis ráð

10 ókeypis ráð

Sparnaðarráð

Bæta má orkunýtni án aukakostnaðar, hér eru tíu ráð sem kosta ekkert en geta dregið verulega úr orkurkostnaði heimila:

  • Lækka innihita niður í 20°C
  • Slökkva alveg á raftækjum, ekki skilja þau eftir í biðstöðu
  • Hafa glugga lokaða nema við gagngera loftun
  • Ganga eða hjóla styttri vegalengdir
  • Fylla ávallt þvottavél og uppþvottavél
  • Hafa lok á pottum og pönnum og þekja alla helluna
  • Setja gluggatjöld fyrir glugga að næturlagi
  • Vistakstur með mjúkum akstri og réttum loftþrýsting í dekkjum
  • Ekki byrgja ofna með húsgögnum eða gluggatjöldum
  • Fara í sturtu frekar en bað