Umhverfisvænni leigubifreiðar

Ætlunin er að allir gulu leigubílarnir í New York verði svokallaðir tvinn-bílar árið 2012, auk þess er ætlunin að allir bílarnir sem nú eru í leigubílar í borginni muni mæta kröfum um mengun og eldsneytiseyðslu á næsta ári. Þetta mun Michael Bloomberg tilkynna í dag að því er fréttastofan AP greinir frá.

Aðeins 375 tvinn-bílar eru nú í 13.000 bifreiða leigubílaflota borgarinar, en slíkir bílar nota mun minna eldsneyti en aðrir með því að notast við bæði hefðbundið eldsneyti og rafmagn sem til verður við akstur. Aðgerðirnar eru hluti af áætlun um að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda í borginni um 30% fyrir árið 2030.

heimild: mbl.is