Upptrekkt ljós

Tæknin sem nýtt er til að trekkja upp útvörp gæti bráðum orðið til þess að hægt verði að lýsa sum fátækustu heimili í Afríku. Freeplay stofnunin er að þróa frumgerð hleðslustöðvar fyrir heimilisljós sem hún vonast til að auki lífsgæði margra Afríkubúa. Ljósin myndu koma í stað annara valkosta sem nýttir eru á heimilum í álfunni í dag og eru bæði dýrari og valda mengun.

Prófanir hefjast á heimilum í Kenýa á næstu mánuðum.

visir.is