Forstjóri Toyota, Watanabe, var með merkilega ræðu í tilefni stóru bílasýningarinnar í Detriot. Þar stiklaði hann á stóru um stefnu Toyota í umhverfisvænum bifreiðum en upp úr stóð tilkynning um að stór floti tengiltvinnbíla yrði framleiddur til prófana 2010. Það sem meira er að notaðar verða liþíum rafhlöður í þessa bíla en hingað til hefur Toyota haldið sig við Nikkel rafhlöður í tvinnbifreiðum sínum. Watanebe tilkynnti ennfremur að samstarf Toyota við Panasonic á sviði líþíum rafhlöðuþróunar hafi verið eflt til muna.
Fjöldi tvinnbifreiða, frá mörgum framleiðendum, verður frumsýndur á þessari stóru bílasýningu. Þar mun líklega verða frumsýndur fyrsti tengiltvinnbíllinn sem fer í fjöldaframleiðslu. Það er hin kínverski BYD en ekki er búist við að hann verði seldur utan Kína á næstunni.