Varmadælur í leikskóla á Hellissandi

Í þessari viku voru settar upp loft-varmadælur í leikskólanum Kríubóli á Hellissandi. Var það fyrirtækið Varmavélar ehf. sem sá um það verkefni. Verkefnið er samstarfsverkefni Orkuseturs og Snæfellsbæjar. Megin tilgangur verkefnisins er að kanna hversu mikið megi spara af raforku til hitunar með því að nota loft-varmadælu. Fylgst verður með orkunotkunin í leikskólanum og mun Orkusetrið meta árangurs verkefnissins og meta niðurstöðunar.

Raforkukostnaður húsnæðis sem ekki nýtur niðurgreiðslna á köldum svæðum er mikill í samanburði við húsnæði þar sem hitaveitu nýtur. Með minni raforkunotkun við hitun og raftæki má verulega draga úr þessum kostnaði. Með verkefni sem þessu er ráðist í aðgerðir í dæmigerðum leikskóla sem nýtur rafhitunar og reyna með ýmsum aðgerðum að draga úr kostnaði sveitarfélagsins við rekstur skólans. Ef sá árangur næst sem vonast er eftir þá verður verulegur fjárshagslegur sparnaður hjá Snæfellsbæ við hitun leikskólans. Gangi þessar áætlanir eftiráætlanir er stefnt að setja upp samskonar búnað í fleiri stofnanir Snæfellsbæjar.

Auk þess að setja upp loft-varmadælu, mun verða farið yfir lýsinguna í leikskólanum og stefnt að því að minnka biðstöðunotkun sem felst í því að starfsmenn eru hvattir til að slökkva alveg á öllum tækjum að starfsdegi loknum s.s. tölvum, prenturum, kaffivélum osfrv. Einnig verða tækin skoðuð og kannað hvort óvenju orkufrekar einingar er um að ræða.

Þess má geta að verð á raforku hefur hækkað tvisvar á þessu ári annars vegar um 15% um síðustu áramót og 1. ágúst um 5%, þannig að hækkunin á þessu ári einu er 20%. Þannig að til mikils er til vinnandi að finna leiði til að spara notkun á raforku til húshitunar.

Markmið verkefnisins er m.a. að yfirfæra niðurstöður úr þessu verkefni yfir á önnur sveitarfélög á köldum svæðum sem geta því orðið dýrmætt innlegg í viðleitni sveitarfélaga til að draga úr kostnaði við húsnæði í eigu þeirra. Snæfellsbær og Orkusetur binda miklar vonir við þetta