Varmadæluvefur í loftið

Orkusetur setur hér með í loftið undirvef sem fjallar um varmadælur.  Varmadælur geta lækkað raforkureikning íbúa á rafhituðum svæðum verulega og mikilvægt að stuðla að uppsetningu þeirra sem víðast. Vefinn má finna á eftirfarandi slóð:

www.orkusetur.is/varmadaelur

Varmadælur eru fjölbreyttur flokkur tækja sem nota mismunandi varmauppsprettur til að skila í hús hita með mun betri nýtni en hefðbundinn rafhitun.  á vefnum er aðgengileg reiknivél þar sem hægt er að skoða hagkvæmni varmadælu miðað við mismunandi forsendur.  Einnig er upplýsingar um mismunandi gerðir varmadæla, söluaðila, skýrslur og erlendar gæðaprófanir.