Vattenfall í Svíþjóð gefur 600 þúsund sparperur til viðskiptavina

Stærsta orkufyrirtæki Svíþjóðar, Vattenfall stefnir á að gefa viðskiptavinum sínum sparperur til að draga úr orkunotkun þeirra.  Vattenfall lítur á þetta sem framlag til orkusparnaðar og minnkunar á útblæstri gróðurhúsalofttegunda.
Orkufyrirtæki geta gert tvennt tilað lækka reikning viðskiptavina sinna en það er að bjóða lægra verð á rafmagni eða aðstoð við að draga úr rafmagnsnotkun.