Verð á olíu ekki verið hærra í 9 mánuði

Verð á hráolíu fór í nærri 72 dali tunnan á markaði í Lundúnum í dag og hefur ekki verið hærra í 9 mánuði. Er þetta rakið til ótryggs ástands í Nígeríu og Íran og minnkandi eldsneytisbirgða í Bandaríkjunum.

Verð á Brent Norðursjávarolíu fór í 71,80 dali í Lundúnum í dag og í Bandaríkjunum fór olíuverð í 67,10 dali fatið.