Viðurkenning til EGO fyrir framlag til orkuksparnaðar

Orkusetur hefur ákveðið að veita EGO sjálfsafgreiðslustöðvunum viðurkenningu fyrir lofsvert frumkvæði að því að draga úr eldsneytisnotkun. Framlag EGO felst í því að bjóða ökumönnum tölvustýrða mælingu og loftjöfnun á hjólbörðum bifreiða á öllum EGO stöðvunum. Hin nýja tegund tækjabúnaðar auðveldar ökumönnum til muna að fylgjast með loftþrýstingi, fínstilla hann og jafna.

Orkunotkun landsmanna fer sífellt vaxandi og því skiptir sú aðhaldsþjónusta sem hér um ræðir miklu máli. Bætt nýting á eldsneytisnotkun bifreiða er jafnframt í takt við aðgerðaáætlun Evrópusambandsins sem skila á 20% orkusparnaði á næstu 15 árum. Það er áhersla  m.a. lögð á aðgerðir sem stuðla að skilvirkari orkunotkun bifreiða og munu stífari kröfur verða gerðar um lágmörkun orkunotkunar. Lauslega áætlað má gera ráð fyrir að með bættri jöfnun lofts í hjólbörðum mætti spara íslensku þjóðarbúi um 500 milljónir króna á ári og minnka útblástur gróðurhúsalofttegunda um 12 þúsund tonn.

Orkusetur óskar EGO til hamingju með gott framtak og minnir ökumenn á að réttur loftþrýstingur hjólbörðum getur dregið úr eldsneytisnotkun bifreiðar um allt að 10%, auk þess að draga úr mengun og auka öryggi í umferð. Það munar um minna.