Yfir 100 metanbifreiðar skráðar á Íslandi!

Samkvæmt nýjustu tölum frá Umferðarstofu þá eru metanbifreiðar, sem skráðar eru í bifreiðaskrá, orðnar 111 talsins.  Til viðbótar eru þrjár bifreiðar sem skráðar eru bensínbifreiðar en hefur verið breytt í metanbifreiðar af fagaðilum hér á landi. Metanbifreiðum hefur því fjölgað um liðlega 33% á milli áranna 2007 og 2008, en þær voru 79 í lok maí 2007.
Flestar eru bifreiðarnar af gerðinni Volkswagen, eða 71 bifreið. Gera má ráð fyrir enn meiri fjölgun metanbifreiða í kjölfar mikilla hækkana á jarðefnaeldsneyti og aukinni umræðu um takmörkun á losun gróðurhúsalofttegunda í samgöngum.

www.metan.is